Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur útskýrt ástæðuna fyrir því að hafa tekið fyrirliðann Bruno Fernandes af velli á mikilvægum tímapunkti í 3-2 tapi liðsins gegn Nottingham Forest í gær.
Fernandes var hættulegasta vopn United í leiknum í gær og sífellt að að búa til vandræði fyrir mótherjann.
Hann vissulega gerði mistök í öðru marki Forest í leiknum er slök sending hans fór á Callum Hudson-Odoi, en sóknarlega var Bruno öflugur.
Portúgalinn skoraði annað mark United og minnkaði muninn í 3-2 þegar um það bil hálftími var eftir en var síðan óvænt tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Mörgum fannst undarlegt af Amorim að taka Bruno af velli þegar liðið var í leit að marki.
„Bruno var of þreyttur og ég vildi fá Mount til að spila í þessari stöðu á miðjunni sem opnar aðeins meira á vinstri,“ sagði Amorim.
„Joshua spilar þá með Rasmus til að hafa samsetningu og Yoro fór af velli því við vildum ekki gefa honum of margar mínútur,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir