Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 09. apríl 2020 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfest að utandeildum á Englandi sé aflýst
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa deildum fyrir neðan National League deildirnar í karlaboltanum og fyrir neðan Championship-deildina í kvennaboltanum vegna kórónuveirufaraldursins.

National League eru sem sagt fimmta og sjötta efsta deild í karlaflokki á Englandi og Championship-deildin er næst efsta deildin í kvennaboltanum. Engin félög munu falla og komast upp um deild, og úrslit eru þurrkuð út.

Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir mótmæli fjölmargra félaga, sérstaklega þeirra sem áttu góðu gengi að fagna.

Það er ósætti með það hversu lítil samskipti voru frá knattspyrnusambandinu áður en ákvörðunin var tekin. Félögin skilja að ákvörðunin var tekin með það að leiðarljósi að minnka fjárhagslega óvissu, en einnig vilja þau meina að ákvörðunin verði til þess að félög muni verða fyrir fjárhagslegum tekjumissi.

Kosið var um ákvörðunina á sérstöku þingi enska knattspyrnusambandsins í dag og kaus mikill meirihluti með því aflýsa deildunum.

Félög eru núna sögð vera að skoða sín næstu skref og er South Shields, sem var með 12 stiga forskot á toppi sinnar deildar, eitt af þeim félögum.
Athugasemdir
banner
banner