Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Drógu Chong úr rúminu og hótuðu að skera hann í búta
Tahith Chong
Tahith Chong
Mynd: Heimasíða Man Utd
Hollenski leikmaðurinn Tahith Chong varð fyrir skelfilegri lífsreynslu í byrjun árs er grímuklæddir menn brutust inn til hans og rændu hann á heimili hans en kærasta leikmannsins hefur nú sagt frá því sem gerðist.

Rianna Taylor, 22 ára gömul kærasta Chong, var með leikmanninum á heimilinu er atvikið átti sér stað.

Mennirnir brutust inn á heimilið og skipuðu þeim að gefa þeim öll þau verðmæti sem voru í húsinu. Lýsing Riönnu á atburðinum var hræðileg en Chong var dreginn úr rúminu og þá hótuðu þeir að skera þau niður í búta ef þau myndu ekki láta verðmætin af hendi.

„Einn af mönnunum hótaði okkur með risastórum hníf og annar greip utan um ökklann á Tahith og dró hann úr rúminu. Þá var annar sem hélt á hafnaboltakylfu og sveiflaði henni fyrir framan okkur," sagði Rianna.

„Hann var að öskra á okkur og spyrja okkur hvar úrin væru. Þeir notuðu gælunafnið hans Tahith, sem er Chongy, þegar þeir voru að skipa okkur að segja þeim hvar úrin væru en hann sagði þeim að hann geymdi þau á öðrum stað og að þau væru ekki í húsinu."

„Þeir voru rosalega ógnvekjandi og einn þeirra var rúmir tveir metrar á hæði. Hann var algjör ruddi og virkaði sem leiðtoginn í hópnum. Þeir héldu áfram að hóta okkur og sögðu að ef við værum að ljúga með úrin þá myndu þeir skera okkur í búta. Þeir tók símana af okkur og 3000 þúsund punda Rolex-úrið sem var í minni eigu og Louis Vuitton tösku."

„Ég hef ekki sofið eðlilega síðan þetta gerðist og get ekki sofið með slökkt ljósin. Ég var greind með áfallastreitu,"
sagði Taylor.

Sjá einnig:
Brutust inn til Chong og ógnuðu með hníf
Athugasemdir
banner
banner