Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 09. júní 2024 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Gylfi í leik með Val
Gylfi í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í leikmannahóp Vals er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Keflavík eftir vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld. Gylfi var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik og hafði um leikinn að segja.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Erfiður leikur, erfiður útivöllur að koma á. Við gerðum það sem þurfti og eiginlega ekkert meira en það.

Gylfi sem er að snúa aftur á völlinn eftir bakmeiðsli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Mínúturnar urðu þó heldur fleiri en lagt var upp með þegar leikurinn fór í framlengingu.

„Já planið var að sjá hvernig leikurinn þróaðist og svo 15-20 mínútur. Þetta varð svo aðeins meira en það en vonandi verð ég bara fínn á morgun og kannski jákvætt bara að ég spilaði meira.“

Gylfi sem áður spilaði á bestu völlum heims á Englandi var að spila sinn fyrsta mótsleik á náttúrulegu grasi þetta sumarið og hafði um vallaraðstæður að segja.

„Miðað við veðrið hérna síðustu vikur og mánuði er standið á vellinum bara fínt. Hann er ekkert fullkominn og í svona mikilli sól verður hann fljótt þurr en miðað við aðstæður bara í fínu standi.“

Gylfi líkt og margir aðrir landsmenn fylgdist með sigri Íslands á Englandi á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Hvernig var tilfinningin fyrir hann að fylgjast með úr sófanum?

„Eins og öllum öðrum íslendingum fannst mér geggjað að sjá hversu vel þeir spiluðu. Það er alltaf erfitt að horfa á landsliðið spila og vera ekki sjálfur á staðnum en bara mjög flottur leikur hjá þeim og góð úrslit.“

Rökrétt framhald var að spyrja Gylfa út í sína framtíð með landsliðinu og hvort það væri ekki markmið að snúa aftur í hópinn fyrr en síðar.

„Mér líður eins og ég geti spilað í mörg ár í viðbót svo lengi sem ég verð ekkert mikið meiddur, mér líður tiltölulega vel í löppunum og líkamanum. Auðvitað svekkjandi smámeiðsl sem ég lenti í núna en ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir