Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   sun 09. júní 2024 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Gylfi í leik með Val
Gylfi í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í leikmannahóp Vals er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Keflavík eftir vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld. Gylfi var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik og hafði um leikinn að segja.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Erfiður leikur, erfiður útivöllur að koma á. Við gerðum það sem þurfti og eiginlega ekkert meira en það.

Gylfi sem er að snúa aftur á völlinn eftir bakmeiðsli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Mínúturnar urðu þó heldur fleiri en lagt var upp með þegar leikurinn fór í framlengingu.

„Já planið var að sjá hvernig leikurinn þróaðist og svo 15-20 mínútur. Þetta varð svo aðeins meira en það en vonandi verð ég bara fínn á morgun og kannski jákvætt bara að ég spilaði meira.“

Gylfi sem áður spilaði á bestu völlum heims á Englandi var að spila sinn fyrsta mótsleik á náttúrulegu grasi þetta sumarið og hafði um vallaraðstæður að segja.

„Miðað við veðrið hérna síðustu vikur og mánuði er standið á vellinum bara fínt. Hann er ekkert fullkominn og í svona mikilli sól verður hann fljótt þurr en miðað við aðstæður bara í fínu standi.“

Gylfi líkt og margir aðrir landsmenn fylgdist með sigri Íslands á Englandi á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Hvernig var tilfinningin fyrir hann að fylgjast með úr sófanum?

„Eins og öllum öðrum íslendingum fannst mér geggjað að sjá hversu vel þeir spiluðu. Það er alltaf erfitt að horfa á landsliðið spila og vera ekki sjálfur á staðnum en bara mjög flottur leikur hjá þeim og góð úrslit.“

Rökrétt framhald var að spyrja Gylfa út í sína framtíð með landsliðinu og hvort það væri ekki markmið að snúa aftur í hópinn fyrr en síðar.

„Mér líður eins og ég geti spilað í mörg ár í viðbót svo lengi sem ég verð ekkert mikið meiddur, mér líður tiltölulega vel í löppunum og líkamanum. Auðvitað svekkjandi smámeiðsl sem ég lenti í núna en ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner