Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 09. júní 2024 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Gylfi í leik með Val
Gylfi í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í leikmannahóp Vals er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Keflavík eftir vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld. Gylfi var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik og hafði um leikinn að segja.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Erfiður leikur, erfiður útivöllur að koma á. Við gerðum það sem þurfti og eiginlega ekkert meira en það.

Gylfi sem er að snúa aftur á völlinn eftir bakmeiðsli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Mínúturnar urðu þó heldur fleiri en lagt var upp með þegar leikurinn fór í framlengingu.

„Já planið var að sjá hvernig leikurinn þróaðist og svo 15-20 mínútur. Þetta varð svo aðeins meira en það en vonandi verð ég bara fínn á morgun og kannski jákvætt bara að ég spilaði meira.“

Gylfi sem áður spilaði á bestu völlum heims á Englandi var að spila sinn fyrsta mótsleik á náttúrulegu grasi þetta sumarið og hafði um vallaraðstæður að segja.

„Miðað við veðrið hérna síðustu vikur og mánuði er standið á vellinum bara fínt. Hann er ekkert fullkominn og í svona mikilli sól verður hann fljótt þurr en miðað við aðstæður bara í fínu standi.“

Gylfi líkt og margir aðrir landsmenn fylgdist með sigri Íslands á Englandi á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Hvernig var tilfinningin fyrir hann að fylgjast með úr sófanum?

„Eins og öllum öðrum íslendingum fannst mér geggjað að sjá hversu vel þeir spiluðu. Það er alltaf erfitt að horfa á landsliðið spila og vera ekki sjálfur á staðnum en bara mjög flottur leikur hjá þeim og góð úrslit.“

Rökrétt framhald var að spyrja Gylfa út í sína framtíð með landsliðinu og hvort það væri ekki markmið að snúa aftur í hópinn fyrr en síðar.

„Mér líður eins og ég geti spilað í mörg ár í viðbót svo lengi sem ég verð ekkert mikið meiddur, mér líður tiltölulega vel í löppunum og líkamanum. Auðvitað svekkjandi smámeiðsl sem ég lenti í núna en ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner