
Grótta og Fram unnu góða sigra í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Grótta er í 2. sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem á leik til góða á morgun gegn ÍBV. Fram er í 3. sæti eftir sigur á Aftureldingu þar sem liðið gerði út um leikinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla.
Aðeins þremur stigum munar á Fram og Gróttu en ÍBV og ÍA eru einnig með jafnmörg stig og Fram.
Það var jafnt í hálfleik í leik Grindavíkur og Gróttu en Kolbrá Una Kristinsdóttir tryggði Gróttu stigin þrjú.
Grindavík 1-2 Grótta
0-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('12 )
1-1 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('40 )
1-2 Kolbrá Una Kristinsdóttir ('70 )
Fram 3 - 1 Afturelding
0-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('55 )
1-1 Murielle Tiernan ('59 )
2-1 Birna Kristín Eiríksdóttir ('66 )
3-1 Alda Ólafsdóttir ('68 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |