Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 12:44
Elvar Geir Magnússon
Furða sig á því að Óli Kristjáns hafi misst af leik því hann var í golfferð
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ekki við stjórnvölinn þegar Hafnarfjarðarliðið vann 2-1 sigur gegn Grindavík í Lengjubikarnum á föstudaginn.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football vakti þetta furðu þáttastjórnanda.

„Ég sá að Ólafur Helgi Kristjánsson var hvergi sjáanlegur á skýrslu. Ég hringdi nokkur símtöl og hann er bara í golfi," segir Hjörvar Hafliðason.

„Maður veit hversu faglegur Óli er og maður hélt að þetta væri algjörlega bannað í hans bókum."

Sagt er að Ólafur hafi orðið eftir í Flórída þar sem FH var í æfingaferð. Kristján Óli Sigurðsson bætti við í Dr. Football:

„Það eru sex vikur í mót og menn bara sultuslakir, hann framlengir æfingaferð til að vera í golfi. Hann missir af leik. Ef FH tapar eða gerir jafntefli í fyrstu leikjunum þá verður smjattað á þessu á öllum kaffistofum Hafnarfjarðar og víðar," segir Kristján.

Gengi FH-inga hefur ekki verið merkilegt í vetur og liðið var í sjötta sæti í ótímabæru spánni í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Það þýðir ekki að fara í fýlu þegar bent er á hlutina en þetta kom á óvart," segir Hjörvar en hér er hægt að hlusta á þáttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner