Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 10. mars 2020 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Þróttar skoraði með hælnum langt utan af velli
Mynd: Skjáskot - Twitter
Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Reykjavíkur, deilir í dag glæsilegu marki sem Alexander Máni Jónsson, leikmaður 2. flokks félagsins, skoraði á dögunum.

Markið er vægast sagt af dýrari gerðinni.

„Viljiði vinsamlega koma þessu marki til FIFA í tilnefningu um Puskás verðlaunin 2020," skrifar Þórður á Twitter og birtir myndband af markinu.

„Alexander Máni Jónsson með eina hélaða hælspyrnu/regnbogaspyrnu!"

Sjón er sögu ríkari og myndband af þessu stórglæsilega marki má sjá að neðan.


Athugasemdir
banner
banner