Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 14:21
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir vilja að Evrópuleik sínum verði frestað
Mynd: Getty Images
Enska félagið Wolves hefur farið fram á það að UEFA fresti leik liðsins gegn Olympiakos í Evrópudeildinni en leikurinn á að fara fram í Grikklandi á fimmtudag.

Þegar hefur verið ákveðið að leikurinn eigi að fara fram bak við luktar dyr, eins og margir aðrir Evrópuleikir, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Úlfarnir telja þó ekki rétt að spila við þessar aðstæður og fara fram á frestun.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, býst við áhorfendabanni á Englandi en Arsenal og fleiri félög hafa aukið viðbúnað vegna veirunnar.

Þá vakti athygli á fréttamannafundi Liverpool í dag að óvenjulega mikil fjarlægð var milli Jurgen Klopp og fréttamanna.

Sjá einnig:
Eigandi Nottingham Forest með kórónaveiruna - Hitti leikmenn á föstudag
Athugasemdir
banner
banner
banner