„Mér fannst við betri heilt yfir í leiknum en við vorum að tapa 2-1 og náum að jafna þannig fínt stig bara." sagði Vuk Oskar Dimitrijevic
Það var vel mætt í Úlfarsárdalinn í kvöld og það var mikill hiti í leiknum og var Vuk Oskar spurður hvernig hafi verið að spila þennan leik.
„Mér fannst það bara geðveikt, full stúka, tempó og ógeðslega gaman að spila þennan leik."
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 FH
Vuk Oskar Dimitrijevic kom að báðum mörkum FH í kvöld og byrjaði hann á því að vinna víti í fyrri hálfleik og var hann fenginn til að útskýra það.
„Hann fer bara í augað á mér, potar í augað á mér og fyrir mér er þetta víti."
Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði svo jöfnunarmarkið í síðari hálfleik eftir frábært einstaklingsframtak.
„Ég hugsaði fyrst þegar ég fór framhjá fyrsta manninum að skjóta strax en svo var annar að koma í blokk þannig ég fór aftur til hægri og svo aftur og bara þangað til ég fékk plássið til að skjóta þá skaut ég og hann fór inn."