Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 10. júní 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæunn hæstánægð: Það er djamm á eftir!
Sæunn í leik fyrr í sumar
Sæunn í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ógeðslega góð tilfinning, að ná loksins fyrsta sigrinum er rosa ljúft við þurftum rosalega á þessu að halda fyrir framhaldið," sagði Sæunn Björnsdóttir, maður leiksins eftir sigur gegn Tindastól í kvöld.

„Við erum búnar að bíða eftir þessu rosalega lengi og það sást á vellinum, að allir vildu vinna þennan leik og voru tilbúnir í þetta."

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Tindastóll

„Við vorum meira samstilltar fram á við og loksins byrjaði þetta að klikka saman á miðjunni og fram á við."

Þú spilaðir vinstra megin í þriggja manna vörn, er þetta eitthvað sem hentar þér vel?

„Aldrei spilað þetta fyrr en ég mætti hingað. Mér líst vel á þetta, finnst þetta gaman og tel mig betri varnarmann en sóknarmann."

Sæunn átti frábæra sendingu á Huldu Hrund í fyrra marki Fylkis. Hvað fer í gegnum hugann?

„Ég bað hana um það í byrjun leiks að öskra ef hún væri í svæði og þá sendi ég blindandi. Hún kallaði og væntanlega set ég hann á hana, ég veit hún skorar. Klárlega ánægð með afgreiðsluna, ég treysti á Huldu!"

Verður vel fagnað inn í klefa?

„Mjög vel, það er djamm á eftir!" sagði Sæunn.

Hún var einnig spurð út í stoðsendingarnar, sóknarleik Fylkis og endakaflann í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner