Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 10. júní 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæunn hæstánægð: Það er djamm á eftir!
Kvenaboltinn
Sæunn í leik fyrr í sumar
Sæunn í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ógeðslega góð tilfinning, að ná loksins fyrsta sigrinum er rosa ljúft við þurftum rosalega á þessu að halda fyrir framhaldið," sagði Sæunn Björnsdóttir, maður leiksins eftir sigur gegn Tindastól í kvöld.

„Við erum búnar að bíða eftir þessu rosalega lengi og það sást á vellinum, að allir vildu vinna þennan leik og voru tilbúnir í þetta."

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Tindastóll

„Við vorum meira samstilltar fram á við og loksins byrjaði þetta að klikka saman á miðjunni og fram á við."

Þú spilaðir vinstra megin í þriggja manna vörn, er þetta eitthvað sem hentar þér vel?

„Aldrei spilað þetta fyrr en ég mætti hingað. Mér líst vel á þetta, finnst þetta gaman og tel mig betri varnarmann en sóknarmann."

Sæunn átti frábæra sendingu á Huldu Hrund í fyrra marki Fylkis. Hvað fer í gegnum hugann?

„Ég bað hana um það í byrjun leiks að öskra ef hún væri í svæði og þá sendi ég blindandi. Hún kallaði og væntanlega set ég hann á hana, ég veit hún skorar. Klárlega ánægð með afgreiðsluna, ég treysti á Huldu!"

Verður vel fagnað inn í klefa?

„Mjög vel, það er djamm á eftir!" sagði Sæunn.

Hún var einnig spurð út í stoðsendingarnar, sóknarleik Fylkis og endakaflann í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner