Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mið 10. júlí 2024 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Alexandra enn samningslaus en vonast til að vera áfram
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi'
'Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það verður gaman að spila á móti Þýskalandi og Pólverjum. Þetta verður bara gaman," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Ég hefði viljað sex stig úr síðasta glugga, en það var líka frábært að taka fjögur stig. Við förum inn í þetta verkefni með yfirhöndina," sagði Alexandra en Ísland þarf einn sigur í næstu tveimur leikjum til að tryggja EM-sætið. Næst er það Þýskaland á heimavelli á föstudaginn og þar er möguleiki.

„Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi," sagði Alexandra.

„Við höfum spilað á móti þeim svolítið oft seinasta árið. Við erum farnar að þekkja þær ágætlega. Ég er tilbúin í alvöru baráttu. Við þurfum að verjast fyrirgjöfum þeirra vel, þær eru flottar í þeim. Svo eru þær veikar í skyndisóknum og við erum ágætar í þeim. Við þurfum að nýta okkur það."

„Við þurfum að vera þolinmóðar þegar við erum ekki með boltann, leyfa þeim að hafa hann þarna aftast. Þær eru ekki að fara að skora frá miðlínu. Við þurfum að verjast fyrirgjöfum þeirra vel og sækja á þær þegar færi gefst."

Er samningslaus þessa stundina
Alexandra, sem er 24 ára, var að klára sitt annað tímabil með Fiorentina á Ítalíu. Hún er samningslaus þessa stundina en langar að vera áfram hjá félaginu.

„Okkur gekk vel en við hefðum viljað vinna úrslitaleikinn í bikarnum. Þetta var bara flott tímabil," segir Alexandra.

„Fótboltinn er flottur í ítölsku deildinni, hann er á svakalegri uppleið. Það er gaman að vera partur af því. Mér líður voðalega vel og ég vonast til að vera áfram. Ég er enn samningslaus þannig ég veit ekki."

„Ég vonast til að vera áfram. Mér líður voðalega vel hjá Fiorentina. Við erum að fara í Meistaradeildina og það er stór gluggi þar líka," sagði landsliðskonan að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner