Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mið 10. júlí 2024 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Alexandra enn samningslaus en vonast til að vera áfram
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi'
'Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það verður gaman að spila á móti Þýskalandi og Pólverjum. Þetta verður bara gaman," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Ég hefði viljað sex stig úr síðasta glugga, en það var líka frábært að taka fjögur stig. Við förum inn í þetta verkefni með yfirhöndina," sagði Alexandra en Ísland þarf einn sigur í næstu tveimur leikjum til að tryggja EM-sætið. Næst er það Þýskaland á heimavelli á föstudaginn og þar er möguleiki.

„Það væri sætt að tryggja þetta heima og enn sætara á móti Þýskalandi," sagði Alexandra.

„Við höfum spilað á móti þeim svolítið oft seinasta árið. Við erum farnar að þekkja þær ágætlega. Ég er tilbúin í alvöru baráttu. Við þurfum að verjast fyrirgjöfum þeirra vel, þær eru flottar í þeim. Svo eru þær veikar í skyndisóknum og við erum ágætar í þeim. Við þurfum að nýta okkur það."

„Við þurfum að vera þolinmóðar þegar við erum ekki með boltann, leyfa þeim að hafa hann þarna aftast. Þær eru ekki að fara að skora frá miðlínu. Við þurfum að verjast fyrirgjöfum þeirra vel og sækja á þær þegar færi gefst."

Er samningslaus þessa stundina
Alexandra, sem er 24 ára, var að klára sitt annað tímabil með Fiorentina á Ítalíu. Hún er samningslaus þessa stundina en langar að vera áfram hjá félaginu.

„Okkur gekk vel en við hefðum viljað vinna úrslitaleikinn í bikarnum. Þetta var bara flott tímabil," segir Alexandra.

„Fótboltinn er flottur í ítölsku deildinni, hann er á svakalegri uppleið. Það er gaman að vera partur af því. Mér líður voðalega vel og ég vonast til að vera áfram. Ég er enn samningslaus þannig ég veit ekki."

„Ég vonast til að vera áfram. Mér líður voðalega vel hjá Fiorentina. Við erum að fara í Meistaradeildina og það er stór gluggi þar líka," sagði landsliðskonan að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner