Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   mið 10. júlí 2024 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Hallgríms tekur við Írlandi (Staðfest)
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Írlands en þetta var staðfest í dag.

Heimir gerði frábæra hluti með íslenska landsliðið þar sem hann kom strákunum okkar á tvö stórmót í röð, EM 2016 og HM 2018, og náði sögulegum árangri.

Hann stýrði síðast landsliði Jamaíku - eftir að hafa þar áður þjálfað Al Arabi í Katar - og gerði þar einnig mjög góða hluti. Hann kom landsliði Jamaíku á Copa America en sagði upp störfum eftir mótið.

Samkvæmt Jamaica Observer hafði andað köldu milli Heimis og fótboltasambands Jamaíku.

Heimir hefur síðustu daga verið eftirsóttur og var hann meðal annars orðaður við landslið Ekvador en hann er núna búinn að taka við Írlandi sem verður að teljast býsna áhugavert.

Írland er í 60. sæti á heimslista FIFA en í liðinu eru nokkrir áhugaverðir leikmenn eins og Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, og Evan Ferguson, sóknarmaður Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner