Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
banner
   mið 10. júlí 2024 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Heldur spilunum þétt að sér - „Það eru alltaf einhverjar viðræður"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennt fyrir komandi verkefni.
Spennt fyrir komandi verkefni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er góð stemning í hópnum og þetta leggst bara vel í okkur," segir Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta eru sterk lið sem við erum að mæta, en við erum líka með sterkt lið. Þetta er bara spennandi og gaman."

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Núna á föstudaginn er möguleiki á að tryggja sætið hér á heimavelli ef stelpurnar leggja stórlið Þýskalands að velli.

„Það er leikurinn sem við erum að fókusa á núna og við erum mjög spenntar fyrir því. Auðvitað væri draumurinn að tryggja okkur á EM þá. Það kemur bara í ljós hvort það gengur upp eða ekki. Það er alltaf erfitt fyrir önnur lið að koma á Laugardalsvöll. Það er 100 prósent möguleiki."

Mikið um þrjá á þrjá
Þessi landsleikjagluggi kemur á frekar skrítnum tíma fyrir marga leikmenn sem eru að koma úr sumarfríi. Selma var að spila í þýsku úrvalsdeildinni sem er núna í fríi.

„Ég er búin að æfa sjálf og svo vorum við nokkrar á æfingum hérna. Það er búið að ganga vel," segir Selma en þær voru sex saman á æfingum í síðustu viku áður en hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku.

„Það var svolítið um þrjá á þrjá, en það var mjög gaman. Maður er alltaf með keppnisskap í það og það er bara gaman að spila í fótbolta."

Selma kláraði síðasta tímabil með Nürnberg í Þýskalandi en er núna í leit að öðru liði.

„Það verður bara að koma í ljós. Það eru alltaf einhverjar viðræður og alltaf eitthvað í gangi. Maður á bara eftir að taka ákvörðun," segir Selma en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner