Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mið 10. júlí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Lúxusvandamál fyrir Hlín - „Þetta er smá tvíeggja sverð"
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka bara til að fá Þjóðverjana í heimsókn á föstudaginn og mæta þeim af fullum krafti," segir landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Ég vona bara að við fáum að spila enn oftar við þær (Þýskaland). Það er ógeðslega gaman að mæta þeim og þvílíkur lærdómur í hvert einasta skipti. Mér finnst við vera að nálgast að ná í fyrsta sigurinn í dágóðan tíma gegn þeim. Ég held að það sé fínn tímapunktur á föstudaginn."

„Mér fannst við spila ágætlega á móti þeim seinast þegar við mættum þeim á heimavelli og hefðum alveg getað potað inn marki. Við erum góðar á heimavelli og ætlum að nýta okkur það á föstudaginn."

Ísland er í góðum málum í riðlinum eftir flottan glugga síðast. Hlín skoraði þar í 2-1 sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli.

„Það var ógeðslega mikilvægt að ná í þrjú stig þar og það gefur okkur mikið fyrir þennan glugga. Þrátt fyrir að það sé frekar tómt í stúkunni stundum, þá finnst mér sérstakt að spila hérna. Að spila á þessum velli er eitthvað sem mig dreymdi um þegar ég var lítil," segir Hlín.

Elskar að vera í Kristianstad
Hlín kemur inn í þetta verkefni í fantaformi en hún hefur verið að spila afar vel með Kristianstad í Svíþjóð. Hún er búin að gera sex mörk í 13 leikjum og eru félög í stærri deildum sögð horfa til hennar.

„Ég er með samning út tímabilið og ég elska að vera í Kristianstad. Eins og staðan er núna, þá verð ég áfram," sagði Hlín en hún kveðst ekki vita af neinu sem er í gangi þessa stundina.

„Þetta er smá tvíeggja sverð því mig langar að taka næsta skref en ég elska líka að spila í Kristianstad og mig langar ekki neitt að fara þaðan. Þetta er kannski smá lúxusvandamál. En ef það býðst stærra tækifæri þá mun ég skoða það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner