banner
   fim 10. október 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Sigurvegari í Draumaliðsdeild Toyota var stigi á eftir fyrir lokaumferð
Kristján Gylfason.
Kristján Gylfason.
Mynd: Úr einkasafni
Kristján Gylfason er sigurvegari tímabilsins í Draumaliðsdeild Toyota en hann endaði á toppnum með 1313 stig.

„Lykillinn var kannski að byrja strax með leikmenn sem voru eftir nokkrar umferðir komnir í flest lið eins og Hlín, Sveindísi Jane, Öglu Maríu, Ídu Marín og Elínu Mettu," sagði Kristján við Fótbolta.net aðspurður út í lykilinn að sigrinum.

„Ég var svo yfirleitt heppinn með fyrirliða og ekki að skilja mikið eftir af stigum á bekknum. Ég var að skipta fyrirliðabandinu á milli Elínu Mettu og Öglu Maríu."

Spennandi lokaumfreð
Kristján var á endanum níu stigum á undan Jakobi Leó Bjarnasyni sem endaði í 2. sætinu.

„Ég var kominn með ágætis forskot þegar 4-5 umferðir voru eftir en lenti svo stigi á eftir fyrir síðustu umferðina. Það má eiginlega segja að 12 stig frá Hólmfríði og 10 frá Alexöndru í lokaleiknum hafi skilið á milli, að öðru leyti voru liðin okkar orðin nánast eins."

Ætlar á leik með Liverpool
Kristján fær vegleg verðlaun en hann fær ferð á leik í enska boltanum fyrir tvo með VITA ferðum.

„Ég mun fara á leik með Liverpool og býð frúnni með. Ég hef bara farið einu sinni áður og sá þá hundleiðinlegan markalausan leik við Everton. Ég held ég fái að sjá mörk í þetta skiptið," sagði Kristján ánægður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner