Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. desember 2019 07:30
Aksentije Milisic
Solskjær: Verðum að ná í betri úrslit gegn minni liðunum
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að United verður að sækja fleiri sigra gegn liðum sem eru neðarlega á töflunni. Man.Utd vann gríðarlega sterkan sigur á útivelli gegn grönnunum í Manchester City um helgina og þar á undan lagði liðið Tottenham að velli.

„Við vitum að við þurfum að fá betri úrslit gegn liðum sem leggjast aftarlega á völlinn og við munum bæta það. Það er undir mér komið að fá strákana að skilja það að þeir eiga að geta unnið hvern einasta leik sem þeir fara í," sagði Solskjær.

„Ef þetta er eitthvað huglægt, þá er hægt að laga það. Ef þú horfir á frammistöðuna en ekki úrslitin, þá hef ég engar áhyggjur. Ef strákarnir hins vegar segja mér að þeir séu í vandræðum með að gíra sig upp fyrir þessa leiki, þá erum við í alvöru vandræðum. Þá verð ég að vinna í þessu með þeim".

Framundan er leikur gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudaginn hjá Ole og lærisveinum hans.
Athugasemdir
banner
banner