mán 11. janúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Hertha Berlin getur ekki keypt Guendouzi
Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi hefur staðið sig vel í láni hjá Hertha Berlin frá Arsenal á þessu tímabili.

Guendozui hefur leikið mjög vel á miðjunni hjá Hertha Berlin og hrifið menn hjá félaginu.

Samkvæmt frétt Bild í dag er þó afar ólíklegt að Hertha Berlin kaupi Guendouzi í sumar.

Arsenal hefur sett 29 milljóna punda verðmiða á leikmanninn og það er langt frá því sem Hertha Berlin hefur efni á.
Athugasemdir
banner
banner