þri 11. febrúar 2020 09:20
Magnús Már Einarsson
Ensku stórliðin berjast um Coutinho - Guardiola til Juventus?
Powerade
Hvað verður um Coutinho í sumar?
Hvað verður um Coutinho í sumar?
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að horfa til sumars. Skoðum slúður dagsins.



Juventus ætlar að fá Pep Guardiola (49) frá Manchester City. Ítalska félagið ætlar að leyfa Guardiola að ráða hvernig samningur hans verður. (Sun)

Philippe Coutinho (27) má fara frá Barcelona á 77 milljónir punda í sumar. Manchester United, Chelsea, Manchester City, Tottenham og Liverpool hafa öll áhuga. (Express)

Manchester City er að íhuga að fá Erling Braut Haaland (19) framherja Borussia Dortmund til að fylla skarð Sergio Aguero (31) í framtíðinni. (90min.com)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill fá Nathan Ake (24) varnarmann Bournemouth og Ruben Dias varnarmann Benfica. (Express)

Manchester United er að leita að félögum til að kaupa Alexis Sanchez (31). Sanchez er í dag í láni hjá Inter. (Manchester Evening News)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, útilokar ekki að liðið nái í topp fjóra á tímabilinu þó að í dag séu tíu stig í Chelsea sem er í fjórða sæti. (Evening Standard)

Henrikh Mkhitaryan (31) kemur aftur til Arsenal í sumar eftir lánsdvöl hjá Roma. Arsenal vill fá 20 milljónir punda fyrir Mkhitaryan og Roma er ekki til í að borga þá upphæð. (Sun)

Abdoulaye Doucoure (27) miðjumaður Watford segist vilja spila í Meistaradeildinni. (Mail)

Chelsea, Aston Villa og Newcastle hafa áhuga á Antonee Robinson (22) vinstri bakverði Wigan. Robinson var á leið til AC Milan á gluggadegi en þau félagaskipti klikkuðu á lokadeginum. (Mirror)

Liverpool ætlar að bjóða hægri bakverðinum Neco Williams (18) nýjan samning. (Express)

Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, segir að félagið hafi verið á niðurleið þegar hann tók við en hann hefur sakað nokkra leikmenn um að hafa ekki verið með rétt hugarfar. (France Football)

Manchester United gæti hætt við æfingaferð sína í Kína í sumar út af Kórónaveirunni. (ESPN)

Manchester United hefur óskað eftir að bjóða upp á sérstakt svæði á Old Trafford þar sem áhorfendur fá að standa í stað þess að sitja. (Mail)

Chelsea er að vinna baráttuna um Brad Young (17) markvörð Hartlepool en Manchester United og Arsenal hafa líka verið á eftir honum. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner