Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 11. maí 2022 23:04
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: Hefðum getað skorað fleiri mörk en mér er alveg sama
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur með 1-0 útisigur gegn Fylki í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Ég er rosa ánægður með sigurinn og að halda hreinu á móti Fylki á þeirra heimavelli, virkilega sterkt. Við vorum þéttar allan leikinn og skiluðum mjög góðu varnarframlagi allan tímann sem ég er mjög stoltur af. Mjög ánægður með leikmennina heilt yfir í dag, hefðum getað skorað fleiri mörk líka en mér er alveg sama, 1-0 er fínt."

Mark Tindastóls kom eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks en liðið fékk margar hornspyrnur í leiknum. 

„Við erum mjög sterkar í föstum leikatriðum og við leggjum mikið upp úr því og það er heldur betur að tikka inn, við erum búnar að skora úr tveimur föstum leikatriðum í tveimur fyrstu leikjunum og það skiptir gríðarlegu máli, þetta eru mikilvæg atriði leiksins og gott að nýta þau."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Donni vildi ekki gefa upp að stefnan væri sett beint upp aftur en ef þeim tekst að vinna alla leiki þá gerir hann ráð fyrir að það takist.

„Við stefnum náttúrulega bara á að vinna alla leiki eins og öll liðin gera, geri ég ráð fyrir og ég vona þeirra vegna. Þannig við ætlum bara að reyna það og ef það gengur eftir þá geri ég ráð fyrir að við förum upp. En núna einbeitum við okkur bara að næsta leik og leggjum allt í hann, það er ÍR í bikarnum og nú förum við að stúdera það og safna kröftum og tökum þann leik virkilega alvarlega. Það verður erfiður leikur heima og eftir það fáum við HK í heimsókn sem er eitt af toppliðunum þannig það verður hörkuslagur," sagði Donni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner