De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 11. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jónatan Ingi: Ef hann hefði tæklað mig væri þetta gult
Jónatan að skora mark í kvöld
Jónatan að skora mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjað að fá þrjú stig, ekki nógu gott gegn KA og Fram og því var gott að labba loks útaf vellinum með þrjú stig." Segir Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði þrennu í 5-1 sigri Vals gegn HK.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

„Mér fannst við almennilegir allt frá byrjun og keyrðum yfir þá við duttum aðeins niður eftir að við komumst yfir en við vörðumst almennilega og nýttum þau færi sem við fengum."

Jónatan Ingi sótti rautt spjald og víti þegar hann var rifinn niður í teignum af Ívari Erni Jónssyni.

„Það kemur góður bolti og ég tek góða snertingu og kemst fram fyrir manninn. Þegar ég er að fara skjóta togar hann í mig. Ef hann tæklað mig væri þetta gult en hann togar í mig og reynir ekki við boltann og samkvæmt reglunum er þetta bara rautt spjald."

Þetta var annar leikur Vals undir stjórn Túfa sem tók við liðinu á dögunum.

„Hann er flottur þjálfari, ég hef ekki unnið með honum áður en margir í liðinu hafa gert það. Ég er spenntur fyrir komandi tímum. Það eru litlir hlutir sem eru öðruvísi hjá honum en hjá Arnari en það kemur meira með tímanum."
Athugasemdir
banner
banner