Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 11. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jónatan Ingi: Ef hann hefði tæklað mig væri þetta gult
Jónatan að skora mark í kvöld
Jónatan að skora mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjað að fá þrjú stig, ekki nógu gott gegn KA og Fram og því var gott að labba loks útaf vellinum með þrjú stig." Segir Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði þrennu í 5-1 sigri Vals gegn HK.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

„Mér fannst við almennilegir allt frá byrjun og keyrðum yfir þá við duttum aðeins niður eftir að við komumst yfir en við vörðumst almennilega og nýttum þau færi sem við fengum."

Jónatan Ingi sótti rautt spjald og víti þegar hann var rifinn niður í teignum af Ívari Erni Jónssyni.

„Það kemur góður bolti og ég tek góða snertingu og kemst fram fyrir manninn. Þegar ég er að fara skjóta togar hann í mig. Ef hann tæklað mig væri þetta gult en hann togar í mig og reynir ekki við boltann og samkvæmt reglunum er þetta bara rautt spjald."

Þetta var annar leikur Vals undir stjórn Túfa sem tók við liðinu á dögunum.

„Hann er flottur þjálfari, ég hef ekki unnið með honum áður en margir í liðinu hafa gert það. Ég er spenntur fyrir komandi tímum. Það eru litlir hlutir sem eru öðruvísi hjá honum en hjá Arnari en það kemur meira með tímanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner