Kristian Hlynsson var í byrjunarliði Ajax þegar liðið vann 1-0 sigur á Heerenveen í fyrsta deildarleik tímabilsins. Kristian skoraði eina mark leiksins sem kom rétt fyrir hálfleik. Hann var svo tekinn af velli þegar rúmar 10 mínútur voru eftir leiknum. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF, byrjaði í 1-0 útisigri á Brondby í dag. Hann lagði upp sigurmark sem fyrirliðinn Mortensen skoraði á 71. mínútu.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle fara hrikalega illa af stað í Championship deildinni en liðið mætti Sheffield Wednesday í dag og tapaði 4-0. Guðlaugur spilaði allan leikinn í hægri bakverði.
Kongsvinger gerði 1-1 jafntefli við LYN í norsku B-deildinni í dag en Róbert Orri Þorkelsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar. Lyn og Kongsvinger eru jöfn að stigum í 7.- og 8. sæti.
Þá spilaði Guðmundur Þórarinsson allan leikinn þegar hans menn í Noah unnu Shirak Gyumri 5-0 í armensku úrvalsdeildinni.
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Elfsborg, sat allan leikinn á bekknum í 2-1 sigri á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Elfsborg er núna komið fyrir ofan GAIS í töflunni á markatölu.
???????? Goal: Kristian Hlynsson | Ajax 1-0 SC Heerenveen | ????? Mika Godtspic.twitter.com/lQTi4WslJq
— PushGoals (@PushGoals) August 11, 2024