mið 11. september 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kompany getur ekki spilað í eigin góðgerðarleik
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany hefur staðfest að hann muni ekki spila neitt í eigin góðgerðarleik þar sem hann er meiddur á læri.

Þessi 33 ára belgíski varnarmaður lék sitt síðasta tímabil fyrir Manchester City á síðasta tímabili og átti að fá kveðjuleik á Etihad í kvöld.

Goðsagnalið Manchester City mætir þá úrvalsliði úr ensku úrvalsdeildinni.

Kompany er nú spilandi þjálfari hjá Anderlecht en hann meiddist í tapleik gegn Genk fyrir landsleikjahlé.

„Þetta er típískt fyrir mig. En það verður fullt af mögnuðum leikmönnum sem spila leikinn. Þessi leikur er til styrktar góðu málefni og þetta er frábært tækifæri mig til að þakka fyrir mig, sama hvort ég sé inni á vellinum eða ekki," segir Kompany.

Sergio Aguero, David Silva og Mario Balotelli eru meðal leikmanna í goðsagnaliðinu en í úrvalsdeildarliðinu eru Thierry Henry, Cesc Fabregas og Gary Neville meðal leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner