Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mið 11. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Afríka: Bissouma og Aubameyang skoruðu í góðum sigrum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera í undanmótinu fyrir Afríkukeppnina í gær þar sem fimmtán leikir voru spilaðir til að koma þriðju umferð riðlakeppninnar af stað.

Yves Bissouma, miðjumaður Tottenham, skoraði eina mark Malí í sigri á útivelli gegn Esvatíní á meðan Mohamed Salah gerði eitt af fjórum mörkum Egyptalands í sigri í Botsvana.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þá í sigri Gabon gegn Mið-Afríkulýðveldinu en stjörnum prýddum landsliðum Nígeríu og Kamerún tókst ekki að skora í sínum leikjum.

Bæði gerðu þau markalaust jafntefli í dag, Nígería gegn Rúanda og Kamerún gegn Simbabve.

Malí er með fjögur stig eftir sigurinn og deilir toppsætinu í I-riðli með Mósambík.

Egyptaland er í þægilegum riðli með sex stig eftir fyrstu umferðirnar tvær, en þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Gabon, sem er í erfiðari riðli með Mið-Afríkulýðveldinu og Marokkó.

Esvatíní 0 - 1 Malí
0-1 Yves Bissouma ('7)

Gabon 2 - 0 Mið-Afríkulýðveldið
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang ('11, víti)
2-0 Shavy Babicka ('39)

Botsvana 0 - 4 Egyptaland
0-1 Trezeguet ('5)
0-2 Trezeguet ('29)
0-3 Mohamed Salah ('56)
0-4 Mostafa Fathi ('94)

Líbería 0 - 3 Alsír
0-1 Amine Gouiri ('17)
0-2 Adem Zorgane ('25)
0-3 Baghdad Bounedjah ('80)

Tsjad 0 - 2 Fílabeinsströndin
0-1 Jean-Philippe Krasso ('45+3)
0-2 Oumar Diakite ('55)

Búrkína Fasó 3 - 1 Malaví
1-0 Lassina Traore ('35)
2-0 Lassina Traore ('38)
3-0 Hassane Bande ('60, víti)
3-1 Zeliat Nkhoma ('80)

Rúanda 0 - 0 Nígería

Simbabve 0 - 0 Kamerún

Mósambík 2 - 1 Gínea-Bissá

Namibía 1 - 2 Kenía

Suður-Súdan 2 - 3 Suður-Afríka

Gínea 1 - 2 Tansanía

Benín 2 - 1 Líbía

Grænhöfðaeyjar 2 - 0 Máritanía

Sambía 3 - 2 Síerra Leóne

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner