Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 11. október 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Icelandair
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frábær seinni hálfleikur og gott að fá stig út úr þessu og hægt að byggja ofan á það.“ Voru fyrstu viðbrögð Hákons Rafns Valdimarssonar markvarðar Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðardeildinni fyrr í kvöld þar sem Ísland kom til baka úr 0-2 stöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Bæði mörk Wales voru keimlík þar sem boltinn er sendur í gegnum varnarlínu Íslands og sóknarmenn komust einir gegn Hákoni. Hvernig upplifði hann mörkin?

„Mér fannst þeir ekki vera að gera mikið. Þetta eru tvö augnablik sem við slökkvum á okkur og bolti í gegn. Allt of auðvelt og við þurfum að skoða það betur.“

„Menn verða að elta hlaupin það er margt áð baki í hverju einasta marki. Kannski hefði pressan getað verið betri eða við að gefa þeim of mikin tíma á boltann.“

Eftir á að hyggja er Hákon og liðsfélagar hans sáttir með stigið úr því sem komið var?

„Nei, ég er allavega mjög ósáttur. Fyrir leik hefði ég aldrei tekið stigið Við ætluðum okkur að vinna en fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður en þá er þó fínt að hafa komið til baka og náð að jafna.“

Lykilpúsl í því að Ísland náði að jafna var innkoma Loga Tómassonar í liðið en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kolbein Birgi Finnsson.

„Logi maður. Hann tapar ekki á þessum velli. Maður hefur séð fyrsta markið hans svo oft á æfingum. Hann er með þetta geggjaða utanfótarskot og bara mesti Logi að koma inn á og gera þetta.“

Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner