Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 11. október 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Icelandair
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frábær seinni hálfleikur og gott að fá stig út úr þessu og hægt að byggja ofan á það.“ Voru fyrstu viðbrögð Hákons Rafns Valdimarssonar markvarðar Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðardeildinni fyrr í kvöld þar sem Ísland kom til baka úr 0-2 stöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Bæði mörk Wales voru keimlík þar sem boltinn er sendur í gegnum varnarlínu Íslands og sóknarmenn komust einir gegn Hákoni. Hvernig upplifði hann mörkin?

„Mér fannst þeir ekki vera að gera mikið. Þetta eru tvö augnablik sem við slökkvum á okkur og bolti í gegn. Allt of auðvelt og við þurfum að skoða það betur.“

„Menn verða að elta hlaupin það er margt áð baki í hverju einasta marki. Kannski hefði pressan getað verið betri eða við að gefa þeim of mikin tíma á boltann.“

Eftir á að hyggja er Hákon og liðsfélagar hans sáttir með stigið úr því sem komið var?

„Nei, ég er allavega mjög ósáttur. Fyrir leik hefði ég aldrei tekið stigið Við ætluðum okkur að vinna en fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður en þá er þó fínt að hafa komið til baka og náð að jafna.“

Lykilpúsl í því að Ísland náði að jafna var innkoma Loga Tómassonar í liðið en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kolbein Birgi Finnsson.

„Logi maður. Hann tapar ekki á þessum velli. Maður hefur séð fyrsta markið hans svo oft á æfingum. Hann er með þetta geggjaða utanfótarskot og bara mesti Logi að koma inn á og gera þetta.“

Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner