Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 11. október 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Icelandair
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frábær seinni hálfleikur og gott að fá stig út úr þessu og hægt að byggja ofan á það.“ Voru fyrstu viðbrögð Hákons Rafns Valdimarssonar markvarðar Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðardeildinni fyrr í kvöld þar sem Ísland kom til baka úr 0-2 stöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Bæði mörk Wales voru keimlík þar sem boltinn er sendur í gegnum varnarlínu Íslands og sóknarmenn komust einir gegn Hákoni. Hvernig upplifði hann mörkin?

„Mér fannst þeir ekki vera að gera mikið. Þetta eru tvö augnablik sem við slökkvum á okkur og bolti í gegn. Allt of auðvelt og við þurfum að skoða það betur.“

„Menn verða að elta hlaupin það er margt áð baki í hverju einasta marki. Kannski hefði pressan getað verið betri eða við að gefa þeim of mikin tíma á boltann.“

Eftir á að hyggja er Hákon og liðsfélagar hans sáttir með stigið úr því sem komið var?

„Nei, ég er allavega mjög ósáttur. Fyrir leik hefði ég aldrei tekið stigið Við ætluðum okkur að vinna en fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður en þá er þó fínt að hafa komið til baka og náð að jafna.“

Lykilpúsl í því að Ísland náði að jafna var innkoma Loga Tómassonar í liðið en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kolbein Birgi Finnsson.

„Logi maður. Hann tapar ekki á þessum velli. Maður hefur séð fyrsta markið hans svo oft á æfingum. Hann er með þetta geggjaða utanfótarskot og bara mesti Logi að koma inn á og gera þetta.“

Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner