Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 11. október 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Icelandair
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Hákon grípur boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frábær seinni hálfleikur og gott að fá stig út úr þessu og hægt að byggja ofan á það.“ Voru fyrstu viðbrögð Hákons Rafns Valdimarssonar markvarðar Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðardeildinni fyrr í kvöld þar sem Ísland kom til baka úr 0-2 stöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Bæði mörk Wales voru keimlík þar sem boltinn er sendur í gegnum varnarlínu Íslands og sóknarmenn komust einir gegn Hákoni. Hvernig upplifði hann mörkin?

„Mér fannst þeir ekki vera að gera mikið. Þetta eru tvö augnablik sem við slökkvum á okkur og bolti í gegn. Allt of auðvelt og við þurfum að skoða það betur.“

„Menn verða að elta hlaupin það er margt áð baki í hverju einasta marki. Kannski hefði pressan getað verið betri eða við að gefa þeim of mikin tíma á boltann.“

Eftir á að hyggja er Hákon og liðsfélagar hans sáttir með stigið úr því sem komið var?

„Nei, ég er allavega mjög ósáttur. Fyrir leik hefði ég aldrei tekið stigið Við ætluðum okkur að vinna en fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður en þá er þó fínt að hafa komið til baka og náð að jafna.“

Lykilpúsl í því að Ísland náði að jafna var innkoma Loga Tómassonar í liðið en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kolbein Birgi Finnsson.

„Logi maður. Hann tapar ekki á þessum velli. Maður hefur séð fyrsta markið hans svo oft á æfingum. Hann er með þetta geggjaða utanfótarskot og bara mesti Logi að koma inn á og gera þetta.“

Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner