Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fim 12. mars 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jói Berg áfram á meiðslalistanum - Tæpur fyrir umspilið
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley þegar liðið mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann Berg hefur ekki spilað með aðalliði Burnley síðan 4. febrúar.

Hann var í leikmannahópnum 22. febrúar gegn Bournemouth en síðan kom bakslag í meiðsli hans.

Ljóst er að tvísýnt er með þátttöku Jóhanns í leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM þann 26. mars.

Jóhann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu en hann hefur spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir