Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 12. apríl 2019 09:21
Elvar Geir Magnússon
Furðuleg svör frá Solskjær varðandi Herrera
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er að glíma við meiðsli en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir mögulegt að óvissan um framtíð hans gæti átt þátt í meiðslunum.

„Kannski hefur hann haft áhyggjur af framtíðinni og það sé hluti af ástæðunni fyrir því að hann sé meiddur. Hver veit?" sagði Solskjær á fréttamannafundi í morgun.

Herrera verður samningslaus í sumar og viðræður við United um nýjan samning hafa gengið illa. Spænski miðjumaðurinn er sterklega orðaður við PSG.

Þú verður að spyrja hann
„Hann hafði verið að leggja mikið á sig til að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut gegn Liverpool. Hann kom til baka og meiddist á öðrum stað á æfingu. Þetta gerist á sama tíma og hann er í viðræðum um samning. Ég get ekki tjáð mig um það hvað hann hefur ákveðið að gera," sagði Solskjær.

Gæti hann verið áfram hjá Manchester United?

„Þú verður að spyrja hann. Ég veit ekki hvernig viðræður hafa gengið. Við höfum látið hann einbeita sér að því að koma úr meiðslum. Hann er ekki glaður þegar hann getur ekki hjálpað liðinu. Hann leggur sig alltaf allan fram, sama þó hann eigi fimm ár eða fimm vikur eftir af samningi sínum."

Staðan á hópnum
United, sem er í harðri baráttu um að enda í topp fjórum, mætir West Ham á morgun. Herrera getur ekki spilað vegna meiðsla. Alexis Sanchez æfði í morgun en Solskjær segir ólíklegt að hann spili leikinn. Ashley Young og Luke Shaw verða í banni.

Sanchez hefur misst af sex leikjum vegna meiðsla en Antonio Valencia er einnig fjarverandi. Solskjær segir mögulegt að Nemanja Matic geti tekið þátt í leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner