Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Germán Burgos rekinn eftir ummæli um Yamine Lamal
Mounir Nasraoui, faðir Lamine Yamal, bað fólk um að bera virðingu fyrir syni sínum með færslu í Instagram Story. Notendanafnið hans er hustle_hard_304.
Mounir Nasraoui, faðir Lamine Yamal, bað fólk um að bera virðingu fyrir syni sínum með færslu í Instagram Story. Notendanafnið hans er hustle_hard_304.
Mynd: Mounir Nasraoui / Instagram
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Germán Burgos hefur verið rekinn frá spænsku sjónvarpsstöðinni Movistar þar sem hann starfaði sem fótboltasérfræðingur.

Burgos, sem starfaði sem aðstoðarþjálfari Diego Simeone hjá Atlético Madrid í tæpan áratug, lét ummæli falla um spænska táninginn Lamine Yamal sem eru álitin niðrandi og jafnvel rasísk af hluta fólks.

Hann lét ummælin falla fyrir 2-3 sigur Barca á útivelli gegn PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Þar talaði hann yfir upphitunina þar sem Yamal var myndaður haldandi bolta á lofti.

„Ef ferillinn gengur ekki upp hjá honum þá gæti hann endað á umferðarljósunum," sagði Burgos, en leikmenn PSG og Barcelona fengu veður af þessum ummælum og neituðu að mæta í viðtöl hjá Movistar að leikslokum.

Faðir Yamal kvartaði einnig með færslu á samfélagsmiðlum og brást spænska sjónvarpsstöðin við með að reka Burgos úr starfi.

Þegar Burgos talar um að 'enda á umferðarljósunum' þá er hann að vísa í fátækt fólk á Spáni sem reynir að betla pening með að sýna listir sínar með fótbolta þegar bílar eru í biðskyldu á umferðarljósum. Þetta fólk er oft frá Suður-Ameríku eða Norður-Afríku, en Yamal er ættaður frá Marokkó og Miðbaugs-Gíneu.

Burgos hefur beðist afsökunar á ummælunum sínum. Hann segist hafa sagt þetta án slæmrar meiningar og að það hafi ekki verið ætlunin að særa neinn.

Burgos er 54 ára gamall og spilaði 35 landsleiki fyrir Argentínu á ferli sínum sem leikmaður, auk þess að spila fyrir Mallorca og Atlético Madrid í spænska boltanum.

Yamal er 16 ára gamall og þykir einn af allra efnilegustu leikmönnum heims um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner