Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fim 12. maí 2022 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Finnst við vera með mun sterkara lið heldur en í fyrra
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er alltaf gaman að vinna leiki. Við höfum svo sem verið að spila vel en í dag náðum við að tengja saman góða frammistöðu og góð úrslit og héldum markinu hreinu líka sem er mjög ánægjulegt. “ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur aðspurður hvort honum væri létt eftir að Keflavík vann sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni þegar liðið lagði Leikni 3-0 í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar léku án tveggja lykilmanna í kvöld en þeir Magnús Þór Magnússon og Frans Elvarsson voru ekki með liðinu vegna leikbanns og meiðsla. Aðrir stigu þó upp og hafði Sigurður orð á frammistöðu þeirra.

„Já það er frábært. Við höfum fengið gott framleg frá varamönnunum sem hafa komið inn á í sumar. Adam Róberts hefur tvisvar komið inn og skorað og Helgi kom inná núna og skoraði og góð vinnsla á öllum sem komu inn og hausverkur fyrir þjálfarann að velja liðið.“

Breiddin í Keflavíkurliðinu hefur aukist á síðustu vikum en Siggi Raggi á enn leikmenn inni sem hann bindur vonir við eins og Sindra Snæ Magnússon sem er frá vegna meiðsla.

„Já mér finnst við vera með mun sterkara lið heldur en í fyrra og fleiri góða leikmenn og meiri samkeppni um stöður. Það var markmið okkar fyrir sumarið að auka samkeppni um stöður í liðinu og mér finnst það hafa tekist.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner