Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fim 12. maí 2022 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Finnst við vera með mun sterkara lið heldur en í fyrra
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er alltaf gaman að vinna leiki. Við höfum svo sem verið að spila vel en í dag náðum við að tengja saman góða frammistöðu og góð úrslit og héldum markinu hreinu líka sem er mjög ánægjulegt. “ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur aðspurður hvort honum væri létt eftir að Keflavík vann sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni þegar liðið lagði Leikni 3-0 í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar léku án tveggja lykilmanna í kvöld en þeir Magnús Þór Magnússon og Frans Elvarsson voru ekki með liðinu vegna leikbanns og meiðsla. Aðrir stigu þó upp og hafði Sigurður orð á frammistöðu þeirra.

„Já það er frábært. Við höfum fengið gott framleg frá varamönnunum sem hafa komið inn á í sumar. Adam Róberts hefur tvisvar komið inn og skorað og Helgi kom inná núna og skoraði og góð vinnsla á öllum sem komu inn og hausverkur fyrir þjálfarann að velja liðið.“

Breiddin í Keflavíkurliðinu hefur aukist á síðustu vikum en Siggi Raggi á enn leikmenn inni sem hann bindur vonir við eins og Sindra Snæ Magnússon sem er frá vegna meiðsla.

„Já mér finnst við vera með mun sterkara lið heldur en í fyrra og fleiri góða leikmenn og meiri samkeppni um stöður. Það var markmið okkar fyrir sumarið að auka samkeppni um stöður í liðinu og mér finnst það hafa tekist.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir