Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 12. júní 2021 20:06
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Kári sagði fyrir leik að Valur myndi tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur komst upp í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar með 2-0 sigri á FH í dag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er skiljanlega ánægður með sína menn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Kári Árnason sagði við strákana fyrir leik að hann hefði tilfinningu fyrir því að Valur tapa fyrir Stjörnunni sem myndi þýða að við þyrftum að klára okkar verkefni," sagði Arnar eftir leik.

„Fyrstu tíu mínútur leiksins voru FH-ingar allt í öllu en síðan fengum við meðbyr þegar við unnum fyrsta skallaeinvígið. Það fór að blása sem varð til þess að gæðin í leiknum minnkuðu en við vorum þéttir í dag."

Nikolaj Hansen er orðinn markahæstur í deildinni en hann skoraði bæði mörk Víkinga í dag.

„Nikolaj hefur alltaf verið góður á æfingum en nú hefur hann tekið sig meira á í æfingum og mataræði. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir markaleysi en hann hefur svarað því vel á þessu tímabili."

Í viðtalinu sem má sjá hér að ofan er Arnar meðal annars spurður út í sögusagnir um Andra Rúnar Bjarnason.
Athugasemdir
banner