Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 12. ágúst 2024 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og FH: Fyrsti leikur Óskars - Kjartan Henry og sonur Pálma á bekknum
Kjartan Henry í KR treyjunni. Kemur hann inn á hjá FH í dag?
Kjartan Henry í KR treyjunni. Kemur hann inn á hjá FH í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn verður á hliðarlínunni í kvöld. Hann er einn af aðstoðarmönnum Pálma Rafns.
Óskar Hrafn verður á hliðarlínunni í kvöld. Hann er einn af aðstoðarmönnum Pálma Rafns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:15 hefst viðureign KR og FH í Bestu deildinni. Um er að ræða fyrsta leik Óskars Hrafns Þorvaldssonar í þjálfarateymi KR. Hans fyrsti leikur átti að vera gegn HK í síðustu viku en þeim leik var frestað vegna þess að annað markið var brotið.

FH er í 4. sæti deildarinnar og getur jafnað Val í 3. sætinu að stigum með sigri í kvöld. KR er í 9. sæti, stigi fyrir ofan fallsæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Frá liði KR sem átti að byrja gegn HK á fimmtudag er ein breyting. Samkomulag er á milli KR og FH um að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson spili ekki leikinn og inn í liðið fyrir hann kemur Eyþór Wöhler. Birgir Steinn Styrmisson snýr þá aftur á bekkinn eftir að hafa fengið heilahristing í síðasta mánuði og Alexander Rafn Pálmason, sonur Pálma Rafns þjálfara, er á bekknum. Hann er fæddur árið 2010.

Tvær breytingar eru á liði FH frá leiknum gegn Víkingi. Ólafur Guðmundsson og Jóhann Ægir Arnarsson taka út leikbann og þeir Dusan Brkovic og Arngrímur Bjartur koma inn í liðið.
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, er í leikmannahópnum í dag. Hann er auðvitað fyrrum leikmaður KR. Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Allan Purisevic koma einnig inn á bekkinn.

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
17. Luke Rae
19. Eyþór Aron Wöhler
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner