Óvíst er með þátttöku Jack Grealish í fyrsta leik Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, leiknum gegn Chelsea næsta sunnudag.
Grealish missti af sigri City gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina eftir að hafa meiðst aftan í læri á æfingu.
Grealish missti af sigri City gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina eftir að hafa meiðst aftan í læri á æfingu.
Pep Guardiola stjóri City segir að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða en er meðvitaður um að Grealish gæti verið frá í mánuð ef meiðslin ágerast í leik.
„Kannski getur hann spilað gegn Chelsea, ef ekki þá verður hann klár í leikinn gegn Ipswich," segir Guardiola.
Athugasemdir