Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Di Canio hraunar yfir Icardi: PSG vinsæll áfangastaður fyrir agalausa menn
Paolo Di Canio er ekki mikill aðdáandi Wöndu og Mauro Icardi
Paolo Di Canio er ekki mikill aðdáandi Wöndu og Mauro Icardi
Mynd: Getty Images
Paolo Di Canio segir það ekki hafa komið sér á óvart að Mauro Icardi hafi ákveðið að ganga til liðs við franska félagið Paris Saint-Germain.

Di Canio átti magnaðan feril en hann lék fyrir félög á borð við Juventus, Napoli, Lazio, Milan og West Ham en hann sneri sér að þjálfun eftir ferilinn.

Hann ræddi um félagaskipti Mauro Icardi frá Inter til Paris Saint-Germain en hann segir það hafa verið fyrirsjáanlegt. Icardi hefur aldrei sýnt iðrun og er agalaus.

„Af hverju vildi Carlo Ancelotti fá mann eins og Icardi, mann sem getur með engu móti beðið liðsfélaga sína afsökunar fyrir þau orð sem umboðsmaður hans og eiginkona lét falla?," sagði Di Canio og spurði.

„Ef Icardi skorar ekki þá er hann ekki mikið í því að hjálpa liðinu. Nú er hann kominn til PSG og það kemur mér ekki á óvart því það er mjög vinsæll áfangastaður fyrir agalausa leikmenn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner