Mikel Arteta hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal en félagið hefur staðfest þetta. Enskir fjölmiðlar segja samninginn vera til 2027.
„Ég er óhemju stoltur, mjög spenntur og hlakka til framhaldsins. Ég er stoltur af því að vera hér og hafa myndað þetta samband við alla hjá félaginu," segir Arteta.
„Ég er óhemju stoltur, mjög spenntur og hlakka til framhaldsins. Ég er stoltur af því að vera hér og hafa myndað þetta samband við alla hjá félaginu," segir Arteta.
„Mér finnst ég gríðarlega heppinn að starfa hér á hverjum degi með metnaðarfullu og góðu fólki. Ég finn áskorunina og stuðninginn og vil afreka miklu meira en við höfum þegar gert."
Arteta hefur verið stjóri Arsenal síðan 2019 en áður var hann aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.
„Við erum gríðarlega ánægðir að Mikel hafi skrifað undir nýjan langtímasamning. Það er mjög mikilvægt og allir eru gríðarlega stoltir," segir Edu, íþróttastjóri Arsenal.
Athugasemdir