Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fim 12. september 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
John Andrews: Takk Ási
Kvenaboltinn
John Andrews
John Andrews
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews þjálfari Víkinga var skiljanlega sáttur að leik loknum eftir 3-0 sigur Víkinga á FH í Kaplakrika þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld. Þrátt fyrir gleði yfir sigrinum var John þó efst í hugsa meiðsli tveggja leikmanna sem þurftu að yfirgefa völlinn í dag. Söru Montoro úr FH sem varð fyrir hnémeiðslum sem og Freyju Stefánsdóttur úr Víking sem fékk þungt högg og þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið,

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Ég vill fyrst og fremst senda kveðju til Freyju og Söru Montoro. Það var erfitt að sjá með Söru sem kemur inn á og þarf að fara af velli strax aftur og við verðum bara að vona það besta fyrir hana sem og Freyju.“

Sagði John og sneri sér að leiknum sem slíkum.

„Hvað leikinn varðar þá spilum við mjög vel. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu pressuðum við þær hátt. Höfðum gott úthald og góða orku og sýndum Víkings frammistöðu.“

Á fullri ferð allar mínúturnar 90
Lið Víkinga byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir eftir aðeins rétt tæpar tvær mínútur. Liðið virkaði töluvert sterkara og eins og þær vildu þetta kannski ögn meira en lið FH.

„Ég myndi ekki segja það. Ég get sagt að við vorum að prófa þessa hápressu leikinn út í gegn og ekki stoppa. Bara fulla ferð áfram og sýna hvað býr í okkar stelpum. Þær sýndu frábæra frammistöðu enda er ég svo stoltur.“

Ási Arnars til aðstoðar Freyju sem er mögulega rifbeinsbrotin
Líkt og fyrr segir þurfti Freyja Stefánsdóttir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir að hafa fengið þungt högg í síðari hálfleik og óttast er að hún kunni að vera rifbeinsbrotin. Um ástand hennar sagði John.

„Hún finnur til í rifbeinum eftir höggið, Mig langar að fá að koma á framfæri þökkum til Ása (Ásmundar Arnarssonar) sem kemur úr stúkunni til þess að aðstoða okkur svo að Dagbjört geti komið aftur út til okkar. Svo ég segi takk Ási.“

Allt viðtalið við John má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner