þri 12. október 2021 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Svíar ekki tapað leik á heimavelli í sex ár
Alexander Isak og félagar í Svíþjóð hafa spilað vel síðustu ár
Alexander Isak og félagar í Svíþjóð hafa spilað vel síðustu ár
Mynd: EPA
Sænska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á heimavelli í undankeppni í sex ár.

Svíþjóð hefur spilað 17 leiki frá því liðið tapaði síðasta heimaleik gegn Austurríki í september árið 2015 og unnið fjórtán þeirra, meðal annars gegn Frakklandi, Ítalíu og Danmörku.

Þrír af þessum leikjum enduðu með jafntefli og þá hefur liðið aðeins fengið á sig sjö mörk og skorað 40.

Svíþjóð vann Grikkland 2-0 í B-riðli og er nú með 15 stig á toppnum þegar tveir leikir eru eftir.

Liðið hefur verið að spila feykivel undir stjórn Janne Andersson en liðið mætir Georgíu í næsta leik og svo verður hreinn úrslitaleikur um sæti á HM gegn Spánverjum í lokaleik riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner