Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. janúar 2020 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Setien ráðinn stjóri Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Quique Setien hefur verið ráðinn nýr stjóri Barcelona. Hann tekur við í kjölfar brottreksturs Ernesto Valverde sem látinn var fara í kvöld.

Setien skrifar undir tveggja og hálfs árs samning og stýrir liðinu út tímabilið 2021-22.

Setien er 61 árs gamall Spánverji fæddur í Santander. Sem leikmaður lék hann með Racing, Atletico, Logrones og Levante. Þá lék hann þrjá landsleiki.

Sem stjóri hefur hann verið hjá Racing, Poli Ejido, þjálfað landslið Miðbaugs-Gíneu, Logrones, Lugo, Las Palmas og síðast Real Betis en þaðan var hann rekinn síðasta sumar.

Athygli vekur að Setien er ráðinn framyfir 2021 en þá fara fram forsetakosningar hjá Barcelona og óvenjulegt er að þjálfarar semji framyfir forsetakosningar.
Athugasemdir
banner
banner