banner
   mið 13. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Sænsku meistararnir í samstarf við Hacken
Frá æfingu hjá Kopparbergs/Göteborg
Frá æfingu hjá Kopparbergs/Göteborg
Mynd: Getty Images
Kopparbergs/Gautaborg FC sem vann úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð á síðasta tímabili tilkynnti í desember að liðið yrði lagt niður.

Kopparbergs/Gautaborg FC var stofnað árið 2003 og hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Liðið varð sænskur meistari í fyrsta skipti á síðasta ári.

Samkvæmt fréttum frá Svíþjóð var ákveðið að leggja niður störf hjá félaginu þar sem reksturinn gekk erfiðlega. Félagið leitaði eftir að fara í samstarf við IFK Gautaborg en ekki náðist samkomulag um það.

Í byrjun árs bárust fréttir þess efnis að tekist hefði að fjármagna reksturinn og að félagið myndi halda áfram keppni.

Í dag kemur fram í sænskum fjölmiðlum að Kopparbergs/Gautaborg FC fari í samstarf við Hacken og muni bera nafn félagsins í sænsku úrvalsdeildinni á næsta ári. Forráðamenn Hacken hafa ekki viljað staðfesta þetta en viðræður eru hins vegar langt á veg komnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner