Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   mán 13. janúar 2025 10:44
Elvar Geir Magnússon
Slot: Úrslitin ekki eins mikið sjokk og manni fannst þá
Arne Slot segir að Forest sé klárlega í keppni við Liverpool.
Arne Slot segir að Forest sé klárlega í keppni við Liverpool.
Mynd: EPA
Nottingham Forest tekur á móti toppliði Liverpool á morgun, í titilbaráttuslag sem enginn gat spáð fyrir um í ágúst. Nuno Espirito Santo hefur verið að gera stórkostlega hluti með Forest sem hefur unnið sex leiki í röð og er sex stigum frá toppnum.

Arne Slot, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir þennan óvænta stórleik.

„Ég hef alltaf sagt að um mitt mót getir þú byrjað að dæma eftir töflunni. Hún segir manni að þeir eru klárlega í keppni við okkur og fleiri lið. Ef þú horfir á leikina þeirra og úrslitin þá er staðan verðskulduð. Þetta verður erfið áskorun fyrir okkur að ná úrslitum," segir Slot.

„Þetta er vinnusamt lið sem getur líka haldið í boltann. Chris Wood er gott dæmi um það. Þeir skora mark og ógna úr skyndsóknum en geta líka sýnt gæði þegar þeir vilja spila boltanum. Nuno hefur gert frábæra hluti með því að innleiða leikstíl sem hentar leikmönnum."

„Þetta er lið sem varla fær á sig mörk. Þeir taka ekki mikla áhættu í uppspilinu svo þegar þeir missa boltann þá eru margir leimenn fyrir aftan hann. Allir ellefu leikmennirnir verjast."

„Þeir unnu okkur í fyrri leiknum. Það er alltaf óvænt þegar Liverpool tapar heimaleik. Þeir sýndu þar hversu góðir þeir eru. Núna þegar maður horfir til baka og skoðar stöðutöfluna þá voru þessi úrslit ekki eins mikið sjokk og manni fannst þá."

Leikur Nottingham Forest og Liverpool verður klukkan 20:00 annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 25 18 6 1 60 24 +36 60
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 25 10 8 7 35 38 -3 38
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Tottenham 25 9 3 13 49 37 +12 30
13 Crystal Palace 25 7 9 9 29 32 -3 30
14 Everton 25 7 9 9 27 31 -4 30
15 Man Utd 25 8 5 12 28 35 -7 29
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 25 5 4 16 35 54 -19 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner