Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. febrúar 2020 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal marði sigur á Liverpool
Leikmenn Arsenal fagna marki Vivianne Miedema.
Leikmenn Arsenal fagna marki Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 3 Arsenal
1-0 Rinsola Babajide ('14)
1-1 Vivianne Miedema ('31)
1-2 Jordan Nobbs ('33)
2-2 Rachel Furness ('45)
2-3 Vivianne Miedema ('78)

Arsenal náði að landa sigri gegn Liverpool í úrvalsdeild kvenna á Englandi í kvöld.

Liverpool, sem er í harðri fallbaráttu, komst yfir á 14. mínútu þegar Rinsola Babajide skoraði. Vivianne Miedema jafnaði á 31. mínútu og kom Jordan Nobbs gestunum í Arsenal yfir tveimur mínútum síðar.

Arsenal fór hins vegar ekki yfir í hálfleik því Rachel Furness, fyrrum leikmaður Grindavíkur, jafnaði stuttu fyrir leikhlé. Staðan 2-2 og Liverpool ekki að gefa Arsenal neitt eftir.

Það var hart barist í seinni hálfleiknum, en þegar 12 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma komst Arsenal aftur í forystu. Markamaskínan Miedema skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið.

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig, þremur stigum frá toppliði Man City. Liverpool er í næst neðsta sæti með aðeins sex stig, en þær hljóta að geta tekið margt jákvætt úr þessum leik.

Í gær voru fimm leikir. Úrslitin í gær:
Chelsea 2 - 0 Birmingham
Man City 1 - 0 Bristol City
Reading 2 - 0 West Ham
Tottenham 2 - 2 Everton
Brighton 1 - 1 Man Utd


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner