Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 13. maí 2021 21:53
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Pablo myndi selja ömmu sína til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld, en Víkingar gerðu góða ferð á Samsungvöllinn og vann 3-2 sigur á Garðbæingum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var mjög erfiður leikur, alltaf erfitt að koma hérna og sækja 3 stig.''

„Stjarnan voru virkilega flottir, mjög öflugir og bæði lið þurftu að bæta sig verulega frá fyrstu tveimur leikjunum og í kvöld fannst mér bæði lið stíga upp og eiga góðan leik, þetta féll okkar megin í kvöld.''

Var Arnar sáttur með frammistöðu sinna manna?

„Mér fannst seinni hálfleikur mjög fagmannlega spilaður af okkar hálfu, við gáfum fá færi á okkur og vorum öflugir í skyndisóknum, það voru greinileg þroskamerki í liðinu.''

Arnar tók góða romsu í að hrósa sínum mönnum og þar má þá helst nefna Pablo sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Víkinga frá KR.

„Það má ekki gleyma Pablo og Júlla á miðjunni, það er þvílíkur fengur að hafa fengið Pablo inn á miðjuna, hann er bæði góður spilari og hann er líka hæfilega nasty inná velli, hann myndi selja ömmu sína til að vinna leik. Allt liðið og sérstaklega Júllí nýtur góðs af því að hafa svona reynslubolta við hliðina á sér.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á leiknum, nýtt hlutverk Kristals Mána, taktísku breytingarnar og fleira.
Athugasemdir
banner
banner