Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
   fim 13. maí 2021 21:53
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Pablo myndi selja ömmu sína til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld, en Víkingar gerðu góða ferð á Samsungvöllinn og vann 3-2 sigur á Garðbæingum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var mjög erfiður leikur, alltaf erfitt að koma hérna og sækja 3 stig.''

„Stjarnan voru virkilega flottir, mjög öflugir og bæði lið þurftu að bæta sig verulega frá fyrstu tveimur leikjunum og í kvöld fannst mér bæði lið stíga upp og eiga góðan leik, þetta féll okkar megin í kvöld.''

Var Arnar sáttur með frammistöðu sinna manna?

„Mér fannst seinni hálfleikur mjög fagmannlega spilaður af okkar hálfu, við gáfum fá færi á okkur og vorum öflugir í skyndisóknum, það voru greinileg þroskamerki í liðinu.''

Arnar tók góða romsu í að hrósa sínum mönnum og þar má þá helst nefna Pablo sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Víkinga frá KR.

„Það má ekki gleyma Pablo og Júlla á miðjunni, það er þvílíkur fengur að hafa fengið Pablo inn á miðjuna, hann er bæði góður spilari og hann er líka hæfilega nasty inná velli, hann myndi selja ömmu sína til að vinna leik. Allt liðið og sérstaklega Júllí nýtur góðs af því að hafa svona reynslubolta við hliðina á sér.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á leiknum, nýtt hlutverk Kristals Mána, taktísku breytingarnar og fleira.
Athugasemdir
banner