Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
   fim 13. maí 2021 21:53
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Pablo myndi selja ömmu sína til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld, en Víkingar gerðu góða ferð á Samsungvöllinn og vann 3-2 sigur á Garðbæingum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var mjög erfiður leikur, alltaf erfitt að koma hérna og sækja 3 stig.''

„Stjarnan voru virkilega flottir, mjög öflugir og bæði lið þurftu að bæta sig verulega frá fyrstu tveimur leikjunum og í kvöld fannst mér bæði lið stíga upp og eiga góðan leik, þetta féll okkar megin í kvöld.''

Var Arnar sáttur með frammistöðu sinna manna?

„Mér fannst seinni hálfleikur mjög fagmannlega spilaður af okkar hálfu, við gáfum fá færi á okkur og vorum öflugir í skyndisóknum, það voru greinileg þroskamerki í liðinu.''

Arnar tók góða romsu í að hrósa sínum mönnum og þar má þá helst nefna Pablo sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Víkinga frá KR.

„Það má ekki gleyma Pablo og Júlla á miðjunni, það er þvílíkur fengur að hafa fengið Pablo inn á miðjuna, hann er bæði góður spilari og hann er líka hæfilega nasty inná velli, hann myndi selja ömmu sína til að vinna leik. Allt liðið og sérstaklega Júllí nýtur góðs af því að hafa svona reynslubolta við hliðina á sér.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á leiknum, nýtt hlutverk Kristals Mána, taktísku breytingarnar og fleira.
Athugasemdir