Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. júlí 2018 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eysteinn Hauks: Vantar einhverja drullusokka
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson er tekinn tímabundið við liði Keflavíkur í Pepsi-deildinni. Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari Keflavíkur en Guðlaugur Baldursson, þjálfari liðsins, lét af störfum í vikunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Eysteinn stýrði Keflavík í fyrsta sinn í kvöld, í leik gegn Víkingi í Fossvogi. Leikurinn tapaðist 1-0 og er Keflavík enn án sigurs í Pepsi-deildinni eftir 12 leiki spilaða.

„Ég er svekktur fyrir hönd strákanna, þeir hlupu úr sér lungun," sagði Eysteinn eftir leik.

Keflavík hefur ekki skorað deildarmark frá 4. júní.

„Ef menn hafa ekki trú á þessu þá geta þeir hætt þessu, en þetta kemur - þessir strákar mæta á hverjum degi tilbúnir og leggja sig fram. Við ætlum að snúa þessu við."

„Við höfum unnið nokkuð í sóknarleiknum síðustu tvö ár, en það þarf ekki að vinna neitt í honum, menn þurfa bara að fara til að skora, það er mín skoðun. Þetta var andlegt frekar en eitthvað taktískt í dag, að við skyldum ekki skora mörk."

„Það er ekkert að andanum í hópnum, það vantar einhverja drullusokka ef eitthvað er. Þetta eru frábærir náunga og þeir koma dag eftir dag í þessu mótlæti, í þessu veðri. Þeir verða bara að halda áfram og gefast ekki upp."

Aðspurður sagðist Eysteinn ekki vita hvort hann yrði áfram í næsta leik en viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner