Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 14:15
Elvar Geir Magnússon
Ekkert verður af því að Jón Daði eða Hólmbert komi heim
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net eru sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson ekki á leið í íslenskt félagslið. Glugganum verður lokað á miðnætti í kvöld.

Bæði Jón Daði og Hólmbert eru samningslausir og hefur Jón Daði verið orðaður við Víking og KR. Hann æfði með nokkrum liðum hér á landi og auk þess ræddi hann við uppeldisfélag sitt Selfoss.

„Ég spilaði náttúrulega lengi með Jóni Daða og hef tékkað á því hvort hann sé á heimleið en það hefur ekki verið rætt um samning. Ég held að þessir strákar stefni á að spila erlendis," sagði Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi í viðtali á dögunum.

Jón Daði er 32 ára og yfirgaf Bolton Wanderers í sumar. Hólmbert er 31 árs og yfirgaf þýska félagið Holstein Kiel. Báðir hyggjast þeir halda áfram að spila erlendis.

Víkingur er að skoða aðra möguleika á leikmannamarkaðnum og hafa gert tilboð í Viktor Jónsson hjá ÍA og Fred hjá Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner