Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. september 2019 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Slæmur dagur fyrir Íslendingaliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sandhausen tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu í dag, er liðið heimsótti Karlsruher.

Rúrik Gíslason lék allan leikinn en tókst ekki að skora í 1-0 tapi. Leikurinn var opinn og fengu bæði lið mikið af færum. Manuel Stiefler gerði eina mark leiksins á 57. mínútu.

Sandhausen er með tíu stig eftir sex umferðir, þremur stigum frá toppliði Hamburger sem á leik til góða.

Karlsruher 1 - 0 Sandhausen
1-0 M. Stiefler ('57)

Í Danmörku lék Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn í markalausu jafntefli SönderjyskE gegn Horsens. Heimamenn sýndu yfirburði en náðu ekki að koma knettinum í netið.

Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá heimamönnum.

SönderjyskE er með ellefu stig eftir níu umferðir.

SonderjyskE 0 - 0 Horsens

Anna Rakel Pétursdóttir lék þá fyrstu 84 mínúturnar er Linköping tapaði 0-1 fyrir Eskilstuna í sænska boltanum.

Linköping er um miðja deild, með 26 stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner