Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   þri 13. september 2022 18:55
Aksentije Milisic
Mourinho: Hann leit út eins og besti markvörður heims
,,Áfram strákar!”
,,Áfram strákar!”
Mynd: EPA

Jose Mourinho, þjálfari AS Roma, gat andað léttar í gærkvöldi en þá náði liðið hans að vinna torsóttan sigur gegn Empoli.


Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Rómverja en liðið er nú einu stigi á eftir efstu liðunum. Fyrir leikinn í gær hafði Roma tapað tveimur leikjum í röð, gegn Udinese í Serie A og gegn Ludogorets í Evrópudeildinni.

Mikið gekk á í Empoli í gær en glæsileg tilþrif frá Paulo Dybala, bæði í markinu hans og stoðsendinguni, sáu til þess að Roma tókst að halda í stigin þrjú.

„Í kvöld (í gær) neituðum við að tapa aftur. Við vildum alls ekki tapa þremur leikjum í röð og við sýndum mikinn vilja,” sagði Mourinho eftir leikinn.

„Að skora í markið þeirra var eitthvað líkt kraftaverki. Hann leit út eins og besti markvörður heims,” sagði Mourinho um Guglielmo Vicario, markvörð Empoli en sá átti nokkrar frábærar vörslur.

„Ég segi til hamingju Zanetti (þjálfari Empoli). Hann hefur lið sem er erfitt að spila gegn. Þessa stundina erum við að ströggla. Við erum í meiðslum. Ég sagði við Zaniolo á bekknum í dag: Takk fyrir að vera hérna. Hann var klár í að fórna sér og koma inn á ef þess þurfti.”

Roma mætir HJK Helsinki á heimavelli á fimmtudaginn kemur í Evrópudeildinni og svo fær liðið Atalanta í heimsókn í toppbaráttuslag í Serie A deildinni á sunnudaginn.

„En, ég get loksins sagt að við spilum á heimavelli á fimmtudaginn,” sagði Jose að lokum en þetta var þriðji leikurinn á útivelli hjá liðinu í gær.

Sjá einnig:
Tvö glæsileg mörk í sigri Roma


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Cremonese 19 6 6 7 20 22 -2 24
12 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
13 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
14 Cagliari 19 4 6 9 20 27 -7 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner