Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lindelöf: Mourinho á skilið að starfa fyrir stórlið
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf gekk í raðir Manchester United sumarið 2017 frá Benfica. Jose Mourinho vildi ólmur fá hann til félagsins.

Byrjun Lindelöf var þó ekki góð hjá Rauðu djöflunum en í dag er hann með fast sæti við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar.

Mourinho var rekinn úr stjórastólnum hjá Man Utd í desember í fyrra og er enn án starfs.

„Hann er frábær bæði sem þjálfari og manneskja. Ég skulda honum mikið, það var hann sem fékk mig til félagsins. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og kann að meta allt sem hann kenndi mér," sagði Lindelöf í viðtali við Aftonbladet.

„Hann hefur mikla persónutöfra og lætur virða sig. Hann hefur unnið öll verðlaun og er einn af bestu þjálfurum heims. Hans er saknað í fótboltaheiminum, hann á skilið að starfa fyrir stórlið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner