Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 14. júní 2019 21:44
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Langt síðan Blikar hafa lent í svona vandræðum
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn voru vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld og uppskáru eftir því. Öflugur sigur gegn toppliði deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  3 Breiðablik

„Við ætluðum okkur sigur í dag. Ég sagði við strákana í dag að við þyrftum að fara að vinna þessi svokölluðu topplið ef við ætlum okkur að vera í einhverri baráttu. Það er ekki nóg að gera jafntefli. Menn brugðust svo sannarlega við því," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn.

„Menn voru tilbúnir og voru klárir að fórna fyrir sér málstaðinn"

Fylkir lék 3-5-2 í leiknum en Helgi taldi að þetta kerfi gæti hentað gegn Blikum.

„Maður veit ekki neitt fyrirfram en ég vildi láta á það reyna. Þegar við erum með tvo menn frammi sem eru góðir á boltann og með hraða, með Valda í kringum sig, þá myndu þeir lenda í vandræðum. Það gekk alveg upp. Það er langt síðan Blikar hafa verið í svona vandræðum með sóknarmenn hins liðsins."

Helgi segir að það hafi verið ansi svekkjandi þegar Breiðablik jafnaði 1-1 þvert gegn gangi leiksins.

„Það var hræðilegt. Líka þegar þeir jöfnuðu 2-2 í byrjun seinni hálfleiks. Við áttum skilið að vinna og ég er ofboðslega ánægður fyrir hönd strákana. Við þurfum að spila svona í hverjum einasta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner