Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 14. júlí 2020 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Blikar í stuði í Eyjum
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö og er með sex mörk í deildinni á þessu tímabili
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö og er með sex mörk í deildinni á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 4 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('22 )
0-2 Alexandra Jóhannsdóttir ('42 )
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64 )
0-4 Alexandra Jóhannsdóttir ('72 )

Kvennalið Breiðabliks er mætt aftur til leiks í deildinni eftir þriggja vikna hlé en liðið tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og vann ÍBV 4-0 á Hásteinsvelli í kvöld.

Blikaliðið fór í sóttkví eftir að það smit greindist í hópnum en liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina í deildinni. Blikar voru því að spila sinn fyrsta deildarleik síðan 23. júní en liðið náði að hita upp með bikarsigri gegn Fylki fyrir fjórum dögum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 22. mínútu en Sveindís Jane Jónsdóttir átti þá sendingu á Berglindi sem klobbaði markvörð Eyjaliðsins.

Alexandra Jóhannsdóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu og þá gerði Bergling þriðja markið á 64. mínútu eftir darraðadans í teig andstæðinganna. Berglind er með sex mörk í deildinni. Alexandra rak svo síðasta naglann í kistu ÍBV með marki á 72. mínútu. Fjórða mark hennar í deildinni.

Lokatölur 4-0 í Eyjum. Breiðablik fer vel af stað og er í 2. sæti með 12 stig, þremur stigum á eftir Val sem er með fullt hús stiga. Það er þó tekið fram að Breiðablik á leik inni.
Athugasemdir
banner
banner