Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 14. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi verður stjóri Barcelona fyrr eða síðar
Josep Maria Bartomeu, sitjandi forseti Barcelona, segir að Xavi verði stjóri Barcelona fyrr eða síðar. Það sé bara tímaspursmál hvenær það gerist.

Xavi, sem er í dag þjálfari Al Sadd í Katar, hafnaði Barcelona fyrr á tímabilinu þar sem hann var ekki tilbúinn að taka við liðinu á þeim tímapunkti. Quique Setien var ráðinn en það hefur ekki gengið vel undir stjórn. Börsungar eru að missa af spænska meistaratitlinum.

Bartomeu styður Setien en segir í samtali við TV3 að Xavi muni taka einn daginn við félaginu.

„Akkúrat núna erum við ekki að leita að þjálfara, við stöndum með Quique. Hann mun stýra liðinu í lokaleikjum La Liga og í Meistaradeildinni„" sagði Bartomeu.

Xavi, sem er fertugur, er fyrrum miðjumaður Barcelona og goðsögn hjá félaginu. Hann framlengdi nýverið samning sinn í Katar fram á næsta ár.
Athugasemdir