Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Ýmsum mótum yngri landsliða frestað eða aflýst
Frá æfingu U17 landsliðs Íslands.
Frá æfingu U17 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA tilkynnti í dag að sambandið hefði tekið ákvörðun um að fresta eða aflýsa nokkrum mótum yngri landsliða.

Af heimasíðu KSÍ:

Mót tímabilið 2019/20

Ákveðið hefur verið að aflýsa milliriðlum og lokakeppni EM U17 kvenna.

Milliriðlar U19 karla verða leiknir í október 2020. Lokakeppnin fer fram á Norður Írlandi í tveimur lotum. Riðlakeppnin fer fram í nóvember 2020 og útsláttarkeppnin í mars 2021.

Mót tímabilið 2020/21

U17 kvenna
Undankeppni EM 2021 skal vera lokið fyrir lok febrúar 2021. Ákveðið hefur verið að hafa ekki milliriðla, heldur verður þess í stað umspil um sæti í lokakeppninni. Umspilinu, sem mun samanstanda af 14 liðum, skal vera lokið fyrir lok mars 2021. Lokakeppnin fer svo fram í Færeyjum í maí 2021.

U17 karla
Undankeppni EM 2021 skal vera lokið fyrir lok mars 2021. Ákveðið hefur verið að hafa ekki milliriðla, heldur fara þær 13 þjóðir sem vinna sína riðla í undankeppninni, ásamt 2 öðrum þjóðum, í úrslitakeppnina sem fer fram á Kýpur í maí 2021.

U19 kvenna
Undankeppni EM 2021 mun fara fram í febrúar 2021. Ákveðið hefur verið að hafa ekki milliriðla, heldur verður þess í stað umspil um sæti í lokakeppninni. Umspilið, sem mun samanstanda af 14 liðum, verður leikið í apríl 2021. Lokakeppnin fer svo fram í Hvíta Rússlandi í júlí 2021.

U19 karla
Undankeppni EM 2021 verður leikin í mars 2021. Ákveðið hefur verið að hafa ekki milliriðla, heldur verður þess í stað umspil um sæti í lokakeppninni. Umspilinu, sem mun samanstanda af 14 liðum, skal vera lokið fyrir lok maí 2021. Lokakeppnin fer fram í Rúmeníu í júlí 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner