Bandaríska félagið Charlotte FC hefur að undanförnu reynt að krækja í paragvæska landsliðsmanninn Miguel Almiron frá Newcastle.
Fabrizio Romano greinir frá því í dag að Charlotte muni ekki fá hann í sínar raðir.
Glugginn í Bandaríkjunum lokar í dag og Charlotte ætlar ekki að eyða tíma í að ræða frekar við Newcastle.
Fabrizio Romano greinir frá því í dag að Charlotte muni ekki fá hann í sínar raðir.
Glugginn í Bandaríkjunum lokar í dag og Charlotte ætlar ekki að eyða tíma í að ræða frekar við Newcastle.
Charlotte náði samkomulagi við Almiron um kaup og kjör en félagið náði ekki samkomulagi um kaupverð.
Almiron er þrítugur vængmaður sem hefur verið orðaður frá Newcastle síðustu misseri. Hann skoraði fimm mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Athugasemdir